Fréttir

Vefnámskeiðið: Integrations between Web of Science and ProQuest platforms. Mánudagur 25. september kl. 11. 

Á námskeiðinu verður farið yfir samtengingu á milli Web of Science og ProQuest. Í ProQuest er nú hægt að sækja upplýsingar úr Web of Science s.s. eins og um fjölda tilvísana og áhrifastuðul tímarita auk annars. Þá verður sagt frá því helsta sem er á döfinni varðandi frekari samtengingu á milli upplýsingakerfa Clarivate.

Skráningarsíða vefnámskeiðsins er hér.

Lýsing á ensku á efni vefnámskeiðsins:

In this webinar we will focus on the main integrations between Web of Science and Proquest. We will introduce the new Proquest Dissertations & Theses Citation Index on the Web of Science platform and show, how users can retrieve the citation count from WOS, the Journal Impact Factor and Journal Citation Indicator from JCR on the Proquest platform. We will cover further integrations between ALMA and Journal Citation Reports/InCites.

 

______________________________________________________________________________________________________________________________

 

Landsaðgangur að greinasafni Morgunblaðsins hættir


Áskrift að greinasafni Morgunblaðsins við Árvakur útgáfufélag blaðsins hefur verið sagt upp.

Aðgangurinn hætti á miðnætti föstudaginn 31. mars 2023.

Gerð var skoðanakönnun meðal greiðenda Landsaðgangs í janúar 2022, hvort að halda ætti áfram eða segja áskriftinni upp.

Niðurstaða könnunarinnar var, að af þeim sem að tóku afstöðu sögðu 12,24% að halda ætti áfram áskriftinni, en 87,76% svöruðu að segja ætti henni upp.

Uppsögnin hefur engin áhrif á aðgang að efni Morgunblaðsins í timarit.is

 

....................................................................................................................................................................................................... 

 

Karger Campus námskeið á netinu

Í upphafi haustannar 2022 hætti aðgangur að Karger Learn. Í staðin er boðið upp á netnámskeið í Karger Campus sem hentar sérstaklega ungum vísindafólki sem er að stíga sín fyrstu skref við birtingar í fræðaheiminum. Efni í Karger Campus getur einnig nýst lengra komnu fræðafólki.

Námskeiðin eru ókeypis en krefjast innskráningar og að notað sé einkennið icfes_2022 við innskráningu. Sjá leiðbeiningar neðar á síðunni.

Í Karger Campus er farið yfir og gefin góð ráð við rannsóknarskrif og að fá efni gefið út hjá viðurkenndum útgefendum vísindaefnis.

Námskeiðsheiti:  

1. How to Conduct Ethically Sound Research
2. How to Avoid Your Paper Being Rejected
3. How to Write a Compelling Case Report
4. How to Write a Clinical Research Paper
5. How to Review a Clinical Research Paper
6. How to Choose a Target Journal
7. How to Review a Systematic Review Paper
8. How to Conduct a Systematic Review
9. How to Decide on Preprints and Open Access
10. How to Get Your Paper Noticed Following Publication

Ársfjórðungslega eru haldnir fjarfundir til stuðnings notendum Karger Campus.

Hvert námskeið er að jafnaði 90 – 120 mínútna langt og skiptist niður í styttri þætti sem eru um 15 – 20 mín. að lengd. Hægt er að hætta hvar sem er í námskeiðunum og taka upp þráðinn síðar þar sem frá var horfið.

Karger Campus viðmót.


Fyrsta skref er að setja upp mitt svæði á MyKarger


Áður en hægt er að skrá sig í Karger Campus þarf að stofna aðgang í MyKarger. Skráning í MyKarger er á vefnum: https://www.karger.com/

Þeir sem að þegar eiga reikning á MyKarger geta skráð sig í Karger Campus á slóðinni: https://courses.karger.com/bundles/campus

Aðgangur að námskeiðum í Karger Campus er ókeypis á Íslandi en við fyrstu innskráningu þarf að nota einkennið icfes_2022

Með því að nota icfes_2022 í innskráningarferlinu falla greiðslur niður. Aðgangurinn er ókeypis vegna birtingarsamnings Landsaðgangs að rafrænum áskriftum við útgefandann Karger um opinn aðgang á Íslandi.

 Complete your purchase - Copy

Leiðbeiningar á ensku um innskráningu í Karger Campus.

 

Karger Campus er einnig aðgengilegt frá vef Landsaðgangs – hvar.is 

Landsaðgangur að rafrænum áskriftum - Copy

 -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Samið hefur verið um opinn aðgang við Karger útgáfuna 

Samningurinn tryggir landsaðgang að öllum rafrænum tímaritum Karger frá og með 1998. Vísindamenn á Íslandi geta birt vísindagreinar í tímaritum Karger í opnum aðgangi án þess að greiða birtingargjöld og er fjöldi greina til birtingar ótakmarkaður.

Fréttatilkynning

Leiðbeiningar um innsendingu greina til birtingar hjá Karger (á ensku)

Birtingar- og lessamningur um opinn aðgang

Í samningnum felst einnig aðgangur fyrir alla landsmenn að KargerLEARN, sem er kennsluvefur með 15 netnámskeiðum sem fjalla um hagnýtt atriði tengdu ritunarferli vísinda- og fræðigreina og birtingum í vísindatímaritum. Námskeiðin eru alhliða og nýtast einstaklingum á öllum fræðasviðum.

Leiðbeiningar á ensku fyrir KargerLEARN.

Birtingar- og lessamning um opinn aðgang við Karger
(e. transformative agreement, Read and Publish agreement)

 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Landsaðgangur að gagnasöfnum hjá Ebsco hættir í upphafi árs 2021

Áskrift að gagnasöfnum hjá Ebsco var ekki endurnýjuð fyrir 2021. 

Því eru þau ekki aðgengileg í landsaðgangi.

Það hefur verið skörun á tímaritum hjá Ebsco og ProQuest og því möguleiki að tímarit sem voru aðgengileg hjá Ebsco séu að finna í ProQuest Central gagnasafninu.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Yfirlýsing alþjóðlegra samtaka bókasafna í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins
Útgáfudagur:
13. mars 2020
Yfirlýsing: 2020MarchCOVID-19ICOLCStatementEnglish.pdf

 

Þessi yfirlýsing, rituð fyrir hönd ICOLC (International Coalition of Library Consortia), alþjóðlegra samtaka bókasafna hefur tvíþættan tilgang. Í fyrsta lagi er yfirlýsingunni ætlað að hjálpa útgefendum og og öðrum efnisbirgjum sem bókasöfn eiga viðskipti við (hér eftir nefnd einu nafni útgefendur) að öðlast betri skilning á áhrifum COVID-19 heimsfaraldursins á upplýsingasamfélagið um heim allan. Í öðru lagi er tilgangur yfirlýsingarinnar að koma með tillögur að aðferðum til lausna sem við teljum vera gagnkvæman hag bókasafna og útgefenda.

Í ljósi þess fordæmalausa veirufaraldurs sem nú geysar getur ICOLC ekki gengið út frá því að bókasöfn og útgefendur deili sameiginlegri sýn á hverjar séu bestu leiðirnar til að takast á við ástandið. Meðlimir ICOLC hafa því undanfarið skipst á sjónarmiðum um hvernig COVID-19 heimsfaraldurinn muni hafa áhrif á samtökin og meðlimasöfn þeirra.

Þegar þetta er ritað (13.3.2020) hefur starfsemi háskóla og skóla í 49 löndum að hluta eða öllu leyti verið felld niður en samkvæmt tölum frá UNESCO hafa þessar lokanir áhrif á nám og kennslu um 391 milljón nemenda.

Fjölmargir háskólanemar munu ljúka yfirstandandi önn í fjarnámi í kjölfar beiðni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og fleiri um lokun fjölmennra staða til að hefta útbreiðslu veirunnar.


Við biðjum útgefendur að huga strax að eftirfarandi:

1. Að opna aðgang að öllum gögnum, gagnasettum og upplýsingum varðandi COVID-19, kórónavírusa (óháð tegundum sem þessir vírusar hafa áhrif á), bóluefni, veirulyf, o.fl. sem annars eru í seldum aðgangi til bókasafna.
Við biðjum um að þetta sé gert til að styðja við rannsóknir, leiðbeina almannavörnum og flýta fyrir uppgötvunum á árangursríkum meðferðarúrræðum gegn veirunni.

2. Að aflétta notendatakmörkunum á stafrænu efni sem háskólabókasöfn greiða venjulega fyrir aðgengi að, nú þegar starfsemi háskóla færist á netið, til að leyfa rannsóknum, nýsköpun og námi að halda áfram þrátt fyrir ástandið.

3. Að aflétta tímabundið samningsbundnum takmörkunum á millisafnalánum og/eða skönnunartakmörkunum svo bókasöfn geti aðstoðað nemendur sína við að ljúka önninni.

4. Að leyfa hámarks svigrúm á höfundarréttartakmörkunum og leyfi til sanngjarnra notkunnar (e. fair use) og veita einnig undantekningar frá höfundarrétti jafnvel þó að samningar segi annað til að gera stofnunum kleift að halda áfram mikilvægum kennsluverkefnum þegar háskólasvæðin lokast og færast á netið með fjarkennslu.


Við biðjum útgefendur um að huga að áætlunum til að:

5. Að leyfa sveigjanlegri endurnýjunartíma og lengja í gjalddögum vegna greiðslna þar sem við vitum ekki hvaða framtíðaráhrif faraldurinn hefur á heilsufar starfsfólks bókasafna sem sjá um viðskiptaferlana gagnvart útgefendum. Ef endurnýjunarferlið truflast biðjum við útgefendur að halda aðgangi að efninu opnum gagnvart meðlimasöfnum okkar, jafnvel þótt núverandi samningur samtakanna eða stofnunarinnar gæti verið útrunninn.

6. Að fresta eða lágmarka fyrirhuguðum verðhækkunum þar til þær truflanir sem við sjáum nú í notendasamfélögum okkar, lýðheilsukerfi og á hlutabréfamörkuðum um allan heim róast. Fjárhagsleg áhrif á menntastofnanir og efnahag heimsins eru enn óþekkt og verðhækkanir munu auka enn álag á háskóla og sveitarfélög undir þessum kringumstæðum. Skilmálar og stöðluð verðlagning geta virkað á tímum stöðugleika en undir núverandi kringumstæðum munu bókasöfn eins og aðrar stofnanir finna fyrir fjárhagslegum þrýstingi til að hagræða.

7. Þróa áætlanir um að aflétta tímabundið greiðsluhindrunum eða þróa aðrar aðferðir til að auðkenna notendur og auðvelda þannig aðgengi að áskriftarefni sem er undir miklu notendaálagi um þessar mundir vegna óvenjumikillar umferðar (VPN og proxy þjónar).

8. Að aflétta háskólasvæðis-takmörkunum þannig að nám geti haldið áfram með fjarkennslu þrátt fyrir lokanir háskóla.

Við hvetjum útgefendur til að vinna með alþjóðasamtökum bókasafna og bókasöfnum almennt í þágu allra samfélaga. Samtök bókasafna eru vel í stakk búin til að vera skilvirkasta leiðin til að gæta að hagsmunum bæði lesenda og útgefenda og skapa lausnir sem þjóna hagsmunum samfélagsinsins í heild sinni.

Það er í þágu bæði útgefenda og samtaka bókasafna að leita skapandi lausna að aðgengi að lífsnauðsynlegum rannsóknarupplýsingum í eigu útgefenda fyrir áframhaldandi rannsóknir í lýðheilsuvísindum.

Að lokum mælumst við til þess að bókasöfn, samtök bókasafna og útgefendur nýti þessar tillögur í samtölum sín á milli svo hægt sé að koma eins miklum upplýsingum og mögulegt er til notenda sem þurfa á þeim að halda. Við teljum að tillögur okkar veiti traustan grunn fyrir upplýsingasamfélagið, þar með talið útgefendum fræðilegra upplýsinga, til að halda áfram á þessum fordæmalausu tímum.


Við erum þakklát viðbrögðum bókasafna og útgefenda á þessum viðsjárverðum tímum.

Reykjavík, 24.3.2020
Þýtt og staðfært af stjórnarnefnd Landsaðgangs að rafrænum áskriftum

 


 

Sýnikennsla í Scopus og Science Direct

Michaela frá Elsevier verður með sýnikennslu í tilvísanagagnasafninu Scopus og tímaritasafninu Science Direct, þriðjudaginn 26. mars og hefst kennslan kl. 09.00.

Kennt verður í fyrirlestarsal 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu og verður streymt frá atburðinum - slóð að streyminu verður auglýst síðar.

Dagskrá

Kl. 09.00-09.45 Scopus Workshop part I
     
       Hlé í 15 mín.

Kl. 10.00-10.45 Scopus Workshop part II

      Kaffihlé í 15 mín.             

KL. 11.00-11.30 ScienceDirect

      Hlé í 10 mín.

Kl. 11.40-12.30 Scopus Research Metrics  

Tilvalið að nota tækifærið að rifja upp og læra nýja hluti sem að Scopus og Science Direct hafa upp á að bjóða.

Hægt er að taka þátt í einni, tveimur eða öllum kynningum.

Vinsamlegast að senda mér tilkynningu um þátttöku á póstfangið hvar@landsbokasafn.is í síðasta lagi á hádegi mánudaginn 25. mars.

---------------------------------------------------------------------------

Tilraunaaðgangur að tímaritinu Scientific American

Landsaðgangur verður að tímaritinu Scientific American í október mánuði 2018.

Til þess að komast í efni tímaritsins þarf að smella á slóðina: https://www.nature.com/scientificamerican/index.html  

Scientific American er frá útgefandanum Springer Nature og hefur verið gefið út í meira en 170 ár og í því er fjallað um vísindi og rannsóknir á aðgengilegan hátt fyrir almenna lesendur.

Aðgangur er að heildartexta tímaritsins frá og með árinu 2015.

Scientific%20American

______________________________________________________________

Á fundi stjórnarnefndar Landsaðgangs að rafrænum áskriftum í desember 2017 var samþykkt að styðja yfirlýsingu norrænna samlaga um að styðja Fimm meginreglur LIBER um samningaviðræður við útgefendur. LIBER er Samband evrópskra rannsóknabókasafna (e. Association of European Research Libraries).

Norræn samlög um rafrænar áskriftir styðja Fimm meginreglur LIBER um samningaviðræður við útgefendur

Öll norræn samlög um rafrænar áskriftir hafa undirritað yfirlýsinguna OA2020 „Yfirlýsing um áhuga á víðtækri innleiðingu Opins aðgangs að fræðitímaritum“[1] og eru að vinna að breytingu úr áskriftarmódeli vísindatímarita (e. subscription-based scholarly journal model) yfir í útgáfu í Opnum aðgangi. Samband evrópskra rannsóknarbókasafna, LIBER, hefur birt stefnuna: "Fimm meginreglur um samningaviðræður við útgefendur"[2], sem er í samræmi við stefnu OA2020.

Norrænu samlögin vilja hér með lýsa yfir stuðningi við meginreglur LIBER og stefna að því að nota þær í samningaviðræðum við útgefendur. Norðurlöndin hafa ólíkar opinberar stefnur um Opinn aðgang og þar af leiðandi eiga einstakar meginreglur LIBER misvel við eftir löndum.

Fimm meginreglur LIBER um samningaviðræður við útgefendur:

1. Samningar um aðgang og Opinn aðgangur fara saman
Áskriftarsamningar (e. subscription deals) og samningar um þjónustugjöld vegna birtinga (e. APC- article publishing charge) eru nátengdir. Ekki ætti að borga samtímis fyrir aðgang að vísindatímaritum og þjónustugjöld, það væri tvígreiðsla (e .double dipping). Sérhver nýr samningur ætti því að innihalda ákvæði um hvort tveggja. Aukin útgjöld vegna þjónustugjalda ættu að leiða til hlutfallslega lægri kostnaðar áskriftargjalda.

2. Lokaður aðgangur, engar verðhækkanir
Bókasöfn og samlög hafa árum saman greitt hækkanir, sem hafa numið allt að 8%, undir því yfirskini að veita útgefendum svigrúm til nýsköpunar. Fyrir rannsóknarsamfélagið er lykilatriði að aðgangur að niðurstöðum rannsókna sé án endurgjalds. Í viðskiptahagkerfi útgefenda (e. the system) eru þegar nægir fjármunir til innleiðingar á Opnum aðgangi. Ef ekki semst um Opinn aðgang við útgefendur, ætti ekki að samþykkja frekari verðhækkanir.

3. Gagnsæi í aðgangssamningum – engin trúnaðarákvæði
Starfshættir bókasafna og samlaga ættu að endurspeglast í stuðning þeirra við Opinn aðgang. Ekki er ásættanlegt fyrir samfélagið að samningar séu bundnir trúnaði þegar þeir eru greiddir af almannafé, eins og nýleg þróun í Finnlandi og Hollandi hefur sýnt. Því ættu aðgangssamningar við útgefendum að vera opnir öllum.   

4. Tryggja þarf varanlegan aðgang
Til að komast hjá því að greiða meira fyrir aðgang og til að styðja við Opinn aðgang, hafa sum bókasöfn og samlög afsalað sér rétti til varanlegs aðgangs (e. perpetual access) að efni vísindatímarita. Í síbreytilegu umhverfi útgáfumála er brýnt að bókasöfn og samlög tryggi varanlegan aðgang að efni vísindatímarita um alla framtíð. 

5. Notkunarskýrslur eiga að innihalda upplýsingar um Opinn aðgang
Þrátt fyrir að greiðslur fyrir birtingar í Opnum aðgangi verði algengari eru skýrslur um útgáfu í Opnum aðgangi ekki almennar. Rétt eins og bókasöfn og samlög fá skýrslur um notkun á tímaritum í áskrift, ættu skýrslur um birtingar í Opnum aðgangi einnig að vera fáanlegar. Það er eðlilegt að hafa innsýn í fyrir hvað er greitt.

Bibsam Consortium    http://www.kb.se/bibliotek/centrala-avtal/Bibsam-Consortium/
CERES             http://www.cristin.no/english/consortium/
DEFF                https://www.deff.dk/english/  
FinElib             https://www.kiwi.fi/display/finelib/In+English
Landsaðgangur að rafrænum áskriftum        http://hvar.is/  


[1] https://oa2020.org/

[2] http://libereurope.eu/wp-content/uploads/2017/09/Open-Access-5-Principles-Statement.pdf

LIBER%20Five%20Principles%20mynd

 

 

______________________________________________________________

 

Tilraunaaðgangur að ImageQuest myndabanka frá Encyclopædia Britannica til loka janúar 2018

ImageQuest%20mynd%202 

Tilraunaaðgangur er frá byrjun nóvember 2017 til loka janúar 2018 að öllum ljósmyndum og myndskreytingum ImageQuest myndabanka Encyclopædia Britannica. 

Myndabankinn hentar nemendum og kennurum á öllum skólastigum og er sérstaklega ætlaður grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum.

Í ImageQuest eru meira en þrjár milljónir mynda sem koma úr fleiri en sextíu myndabönkum en meðal þeirra eru; Bridgeman Art Library; British Library, Culture-Images, DK Images, Encyclopædia Britannica, Getty Images, Lebrecht Music + Art, National Geographic Society, Natural History Museum, Nature Picture Library, Science & Society Picture Library, Science Photo Library, Granger Academic, Wellcome Images Library auk fjölda annarra.

Myndefnið er á fjölbreyttum sviðum, til dæmis; listum, listiðnum, náttúrufræði, sögu, líffræði, félagsfræði, stjórnmálafræði, landafræði, jarðvísindum, heilsufræði, dýrafræði og svo framvegis.

Þar sem að um landsaðgang er að ræða, er öllum sem tengjast Internetinu í gegnum íslenskar netveitur, frjálst að nota myndirnar, hvort sem er heiman frá sér á vinnustað, eða á öðrum stöðum þar sem Net-samband er.

Allar gerðir tölvutækja geta nýtt ImageQuest og auðvelt er að leita, skoða og sækja myndir í nýlega endurbættu leitarviðmóti. Þá er hægt er að breyta stærð þeirra og vinna með á ýmsan annan hátt og leyfilegt er að vista, prenta og deila myndum úr myndabankanum.

Encyclopædia Britannica hefur þegar greitt fyrir nýtinga-og höfundarétt myndanna.

Endilega að prófa ImageQuest frá Encyclopædia Britannica og upplagt er að krækja í slóðina http://quest.eb.com/ t.d. á vef skóla- og skólabókasafna!

---

11. ársfundur Landsaðgangs

Samþykkt var á stjórnarnefndarfundi að halda ekki ársfund 2016 en birta upplýsingar um starfsemi og notkun á vefgátt Landsaðgangs.

Ársskýrsla 2016

Notkun Landsaðgangs 2016

 

Kostaður landsaðgangur að gagnasafninu Scopus

Samningar hafa náðst um kostaðan landsaðgang að gagnasafninu Scopus og miðast aðgangurinn við IP-tölur íslenskra netveitna og er því aðgangur á landsvísu.

Scopus er tilvísanagagnasafn (líkt og Web of Science) með efni frá öllum fræðasviðum vísinda úr meira en 21 þús. ritrýndum vísinda- og fræðiritum allt frá árinu 1970, auk rafbóka og ráðstefnurita. Aðgangur er oft að heildartexta rita í gegnum krækjukerfi.

Slóðin í Scopus er; http://www.scopus.com og einnig er hægt að komast í leitarvél gagnasafnsins af vef Landsaðgangs – hvar.is.

Í undirbúningi er að tengja Scopus við leitir.is og SFX krækjukerfið og gera það einnig aðgengilegt frá vef Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Upplýsingar um Scopus eru að finna á; https://www.elsevier.com/solutions/scopus

Kostaður landsaðgangur er í boði; Landspítalans, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknarstofnun, Krabbameinsfélags Íslands, Náttúrustofu Kópavogs og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

---

ProQuest kynnir Ebooks Central, nýja útgáfu af RefWorks og Alexander Street Press

Martin Blomkvist og Arnaud Delivet hjá ProQuest halda kynningu á rafbókasafninu Ebooks Central, nýrri útgáfu  RefWorks fyrir heimildaskráningu og Alexander Street Press sem er streymisveita fyrir fræðslumyndbönd.

Kynningin verður í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu, þriðjudaginn 13. september kl. 13 -14 og að henni lokinni verða léttar veitingar í boði ProQuest. 

Skráning á kynninguna sendist til birgirb@landsbokasafn.is fyrir kl. 10 þriðjudaginn 13. september.

---

Nýtt leitarviðmót í Encyclopedia Britannica Academic.

Nýtt leitarviðmót hjá Encyclopedia Britannica Academic orðið virkt. 

Frekari upplýsingar hér og tilboð um netkennslu í viðmótinu hér

---

Stj%C3%B3rnarnefnd%20Landsa%C3%B0gangs%2019

Stjórnarnefnd Landsaðgangs - maí 2016

Stjórnarnefndarfundur Landsaðgangs, sá 78 í röðinni var haldinn 19. maí og var síðasti fundur sem Guðrún Tryggvadóttir situr, en hún hefur verið í stjórnarnefnd frá árinu 2007. Þar áður tók Guðrún þátt í störfum innkaupanefndar 2004-2007, sem var forveri stjórnarnefndar. Í lok fundarins þakkaði landsbókavörður Guðrúnu kærlega fyrir framlag hennar í þágu Landsaðgangs og var smellt af mynd af tilefninu. Á myndinni eru talið frá hægri; Anna Sveinsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir, Pálína Magnúsdóttir, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir og Birgir Björnsson.

---

10. ársfundur Landsaðgangs, 18. mars 2016

Ársfundur Landsaðgangs að rafrænum áskriftum, verður haldinn í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Arngrímsgötu, föstudaginn 18. mars kl. 15.00

Dagskrá

1. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor spjallar um opinn aðgang
    frá sjónarmiði háskólakennara
2. Fundargerð 9. ársfundar
3. Starf stjórnarnefndar
4. Ársskýrsla 2015
5. Ársreikningur 2015
6. Greiðsluskipting 2016
7. Önnur mál

Ársskýrsla 2015
Fundargerð 9. ársfundar 19. mars 2015
Ársskýrsla Landsaðgangs – glærur
Notkun Landsaðgangs 2015

Hægt er að nálgast upptöku af fundinum hér.

Fundurinn er öllum opinn en beðið er um tilkynning um þátttöku verði send til Erlu Bjarnadóttur erlabj@landsbokasafn.is í síðasta lagi á hádegi miðvikudaginn 16. mars.

---

Tilraunaaðgangur að Scopus 

Tímabundinn aðgangur verður að Scopus í landsaðgangi fram til 3. janúar 2016.

Hægt er að komast í leitarvél gagnasafnsins á slóðinni http://www.scopus.com

Upplýsingar um Scopus eru á slóðinni 

https://www.elsevier.com/solutions/scopus

Tilraunaaðgangurinn er á vegum Háskóla Ísland.

---

Áskrift að gagnasafninu Oxford Music Online ekki endurnýjuð eftir 2015

Samþykkt var á fundi stjórnarnefndar Landsaðgangs að endurnýja ekki áskrift að gagnasafninu Oxford Music Online fyrir 2016 og er ástæðan minnkandi notkun undanfarin ár. Aðgangur að OMO er út árið 2015. 

---

Stjórnarnefnd samþykkir að taka þátt í SCOAP3 verkefninu

Samþykkt var að taka þátt í SCOAP3 sem er verkefni um opinn aðgang að ritum á sviði kjarneðlis-öreindafræði og er á vegum CERN stofnunarinnar í Sviss. Verkefnið er til þriggja ára (2014-2016) og tekur Landsaðgangur þátt í því árin 2015 og 2016. Með þátttöku í SCOAP3 fella útgefendurnir Elsevier og Springer niður eða endurgreiða áskriftrarkostnaða Landsaðgangs vegna tímaritanna, Journal of High Energy Physics, European Physical Journal C frá Springer og ritanna Nuclear Physics B og Physics Letters B frá Elsevier, sem eru hluti af SCOAP3. Endurgreiðslu og afsláttarupphæðir renna til SCOAP3 verkefnisins. Ekki er um sparnað að ræða heldur er litið á þátttöku í SCOAP3 til stuðnings þróunar á opnum aðgangi að niðurstöðum vísindarannsókna.

---

Kynning frá ProQuest 18. nóvember í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni

Martin Blomkvist og Arnaud Delivet verða með kynningu miðvikudaginn 18. nóvember kl. 13.30 – 15.00 þar sem kynnt verða Ebook Central, farið yfir helstu nýjungar í viðmóti ProQuest, RefWorks, Pivot og sagt frá nýjustu fréttum af ProQuest.

Þeir sem hafa áhuga á að vera á kynningunni sendi tilkynningu með tölvupósti á birgirb@landsbokasafn.is í síðasta lagi þriðjudaginn 17. nóvember.

Léttar veitingar í boði ProQuest.

---

Kynningar frá Springer 29. september í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni - skráning

Timon Oefelen, þjónustu- og þróunarstjóri hjá Springer verður með kynningu 29. september kl. 15 -16.30 í fyrirlestarsal Landsbókasafns Íslands. Fyrri hluti kynningarinnar heitir; „Springer Technology Update – Discovery and Altmetrics“

Lýsing á kynningunni
With over 1 million scholarly articles published each year, the growth of electronic STM content is truly staggering. But what are publishers doing to maximize the discoverability of their electronic content? This presentation gives an overview of how Springer defines and see discoverability and what specific measures it undertakes to optimize content discoverability. Topics covered include: the process of discovery, global usage & referral trends, search engine optimization and ranking metrics, the role of product data, OPACS and library discovery services, repositories, and social media. The presentation includes an overview of our new altmetric dashboard, which both sheds new light on the wider impact Springer books and journals as well as provides valuable discovery clues.

og seinni hluti er; „Usage Statistics for University of Iceland and Landspitali Hospital“.

Usage report based on IP range. Includes usage for both ebooks and journals, sorted by subject area and content age. Also includes insightful data about where usage originates, how long users remain on the Springer platform per session, as well as number of denials or turnaways, sorted by both subject area and age.

Boðið verður upp á veitingar í hlé.

Nauðsynlegt er að forskrá sig fyrir viðburðinn með tölvupósti á netfangið birgirb@landsbokasafn.is í síðasta lagi föstudaginn 25. september á hádegi.

---

Elsevier og Landsaðgangur að rafrænum áskriftum bjóða á málþingið eBooks: Putting Librarians and Researchers "In the Know"

eBooks in the Academic Library (reynsla viðskiptavinar í Danmörku)

How to enhance your eBook library (Sölustjóri Elsevier Solutions)

Elsevier Books Publishing Strategy (Útgáfustjóri Elsevier Publishing Director)

Gestafyrirlesari Landsaðgangs að rafrænum áskriftum

Skráning á málþingið

eBooks%20Putting%20Librarians%2013