Hvar.is

Um Landsaðgang

Umfjallanir um Landsaðgang

Skýrsla rýnihóps um rafbækur

Ársskýrslur

Greiðendur

Notkunartölur

Landsaðgangur að rafrænum áskriftum – hvar.is veitir öllum sem tengjast Netinu um íslenskar netveitur aðgang að tímaritstgreinum tæplegra 19 þús. tímarita og þar af 5.802 tímaritum beint frá útgefendum. Ríflega 200 aðilar greiða fyrir aðganginn, þar á meðal eru almenningsbókasöfn, bókasöfn framhaldsskóla, íslenskir háskólar, bókasöfn heilbrigðisstofnana, ráðuneyti, rannsóknar- og stjórnsýslustofnanir, opinber hlutafélög, fyrirtæki o.fl. Einnig er greitt til Landsaðgangsins með framlögum á fjárlögum. Nánari upplýsingar um greiðendur er að finna á síðu um greiðendur

Starfsemi Landsaðgangs að rafrænum áskriftum hófst með formlegum hætti 23. apríl 1999 þegar landsaðgangur að Encyclopaedia Britannica hófst. Um sama leyti hófst vinna við að meta þörf fyrir aðgang að gögnum á rafrænu formi og semja um aðgang að þeim sem Verkefnisstjórn um rafrænan aðgang sá um.   

Í desember 2002 var undirritaður þjónustusamningur á milli menntamálaráðuneytis og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sem fól í sér að safnið hefði umsjón með Landsaðgangi – hvar.is. Þjónustusamningurinn var endurnýjaður með nokkrum breytingum í lok árs 2006. 

Í skýrslunni Vegvísir um innviði til rannsókna (2009) er Landsaðgangur skilgreindur sem rannsóknainnviður (research infrastructure), en það eru tæki, aðstaða, gagnagrunnar, þjónusta, kerfi, tölvunet eða annað sem talist getur nauðsynlegt eða ómissandi fyrir iðkun vísinda. Þar kemur fram að Landsaðgangur sé með mikilvægustu forsendum fyrir öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi á Íslandi og þar með fyrir allri nýsköpunarstarfsemi í landinu. Uppbygging rannsóknanáms og möguleikar á sókn í alþjóðlega rannsóknasjóði sé einnig háð góðu og tryggu aðgengi að upplýsingum um nýjustu rannsóknir. Aðgangurinn sé einnig lykilatriði fyrir uppbyggingu rannsókna- og fræðasetra um allt land. Hann skipti einnig miklu máli fyrir menntun í landinu almennt, og nemendur í framhaldsskólum, ekki síður en háskólum, nota landsaðganginn. Í framhaldi af skýrslunni var unnið að tryggri fjármögnun Landsaðgangs.

Það var gert með því að Landsaðgangur varð að lögbundu verkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns með setningu laga nr. 142/2011.  Í 4. gr. laganna er kveðið á um að safnið ræki hlutverk sitt með því „að efla aðgang að erlendum gögnum í þágu vísinda og fræða, stjórnsýslu og atvinnulífs, meðal annars með því að annast framkvæmd samninga um landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum í samráði við helstu hagsmunaaðila“  

Stjórn Landsaðgangs – hvar.is

Til ráðgjafar er starfandi stjórnarnefnd sem tekur m.a. þátt í stefnumótun og ákvörðunum um val á rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Þá ákveður stjórnin skiptingu greiðslna eftir hópum, samþykkir fjárhagsáætlun og undir hana eru bornir samningar við birgja. 

Starfi stjórnarnefndar stýrir Guðrún Tryggvadótti en auk hennar eru í stjórnarnefnd frá febrúar 2024:

Anna Sigríður Guðnadóttir 
Baldvin Zarioh
Brjánn Birgisson
Ragna Björk Kristjánsdóttir
Rósa Bjarnadóttir
IS