Landsaðgangur hefur gert birtingar- og samning um opinn aðgang við Karger útgáfuna
Samningurinn tryggir landsaðgang að öllum rafrænum tímaritum Karger frá og með 1998. Vísindamenn á Íslandi geta birt vísindagreinar í tímaritum Karger í opnum aðgangi án þess að greiða birtingargjöld og er fjöldi greina til birtingar ótakmarkaður.
Leiðbeiningar um innsendingu greina til birtingar hjá Karger (á ensku)
Í samningnum felst einnig aðgangur fyrir alla landsmenn að Karger Campus KargerLEARN, sem er kennsluvefur með 15 netnámskeiðum sem fjalla um hagnýtt atriði tengdu ritunarferli vísinda- og fræðigreina og birtingum í vísindatímaritum. Námskeiðin eru alhliða og nýtast einstaklingum á öllum fræðasviðum.
Leiðbeiningar á ensku fyrir KargerLEARN.
--------------------------------------------------------------------------------------
Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Landsaðgangur taka þátt í SCOAP3 sem er verkefni um opinn aðgang að ritum á sviði kjarneðlis-öreindafræði og er á vegum CERN stofnunarinnar í Sviss. Verkefnið er til þriggja ára (2014-2016) og tekur Landsaðgangur þátt í því árin 2015 og 2016.
Á stjórnarnefndarfundi Landsaðgangs í apríl 2016 var samþykkt að taka áfram þátt í SCOP4 vegna 2017 -2019.
Með þátttöku í SCOAP3 fella útgefendurnir Elsevier og Springer niður eða endurgreiða áskriftrarkostnaða Landsaðgangs vegna tímaritanna, Journal of High Energy Physics, European Physical Journal C frá Springer og ritanna Nuclear Physics B og Physics Letters B frá Elsevier, sem eru hluti af SCOAP3. Endurgreiðslu og afsláttarupphæðir renna til SCOAP3 verkefnisins. Ekki er um sparnað að ræða heldur er litið á þátttöku í SCOAP3 til stuðnings þróunar á opnum aðgangi að niðurstöðum vísindarannsókna.
Gagnasöfn og tímarit í opnum aðgangi
DOAB - Directory of Open Access Books
DOAJ - Directory of Open Access Journals
OAlster - rafræn gögn í opnum aðgangi
PeerJ - útgefandi á sviði líffræði, heilbrigðisvísinda og tölvunarfræði
PLoS - útgefandi á sviði vísinda og læknisfræði
Varðveislusöfn
Yfirlit yfir varðveislusöfn
OpenDOAR - The Directory of Open Access Repositories
Danmörk
Den Danske Forskningsdatabasen
OpenArchive@CBS - Copenhagen Business School
England
Intute - vantar lýsingu
ORO - Open Research Online frá Open University
Finnland
Doria - National Library of Finland
Frakkland
HAL - vísindagreinar og lokaverkefni
Holland
NARCIS - National Academic Research and Collaborations Information System
Írland
RIAN - Irish research publications
Ísland
Hirsla - rafrænt varðveislusafn Landspítala háskólasjúkrahúss
Opin vísindi - stafrænt varðveislusafn íslensku háskólanna fyrir ritrýndar vísindagreinar ofl.
Skemman - rafrænt gagnasafn íslensku háskólanna fyrir lokaverkefni og rannsóknarrit kennara og fræðimanna
Noregur
BORA - UiB - Bergen Open Research Archive
High North - Research Documents. Efni á fjölbreyttu fræðasviði. Upplýsingagátt bókasafns háskólans í Tromsö
NORA - Norwegian Open Research Archives
Svíþjóð
SwePub - Vetenskaplig publicering vid svenska lärosäten
DiVA - Digitala Vetenskapliga Arkivet
Bókasafn Menntavísindasviðs HÍ - Opinn aðgangur
Vefsíða með tenglum á efni þar sem fjallað er um Opinn aðgang