Fréttir

11. ársfundur Landsaðgangs

Samþykkt var á stjórnarnefndarfundi að halda ekki ársfund 2016 en birta upplýsingar um starfsemi og notkun á vefgátt Landsaðgangs.

Ársskýrsla 2016

Notkun Landsaðgangs 2016

 

Kostaður landsaðgangur að gagnasafninu Scopus

Samningar hafa náðst um kostaðan landsaðgang að gagnasafninu Scopus og miðast aðgangurinn við IP-tölur íslenskra netveitna og er því aðgangur á landsvísu.

Scopus er tilvísanagagnasafn (líkt og Web of Science) með efni frá öllum fræðasviðum vísinda úr meira en 21 þús. ritrýndum vísinda- og fræðiritum allt frá árinu 1970, auk rafbóka og ráðstefnurita. Aðgangur er oft að heildartexta rita í gegnum krækjukerfi.

Slóðin í Scopus er; http://www.scopus.com og einnig er hægt að komast í leitarvél gagnasafnsins af vef Landsaðgangs – hvar.is.

Í undirbúningi er að tengja Scopus við leitir.is og SFX krækjukerfið og gera það einnig aðgengilegt frá vef Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Upplýsingar um Scopus eru að finna á; https://www.elsevier.com/solutions/scopus

Kostaður landsaðgangur er í boði; Landspítalans, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknarstofnun, Krabbameinsfélags Íslands, Náttúrustofu Kópavogs og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

---

ProQuest kynnir Ebooks Central, nýja útgáfu af RefWorks og Alexander Street Press

Martin Blomkvist og Arnaud Delivet hjá ProQuest halda kynningu á rafbókasafninu Ebooks Central, nýrri útgáfu  RefWorks fyrir heimildaskráningu og Alexander Street Press sem er streymisveita fyrir fræðslumyndbönd.

Kynningin verður í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu, þriðjudaginn 13. september kl. 13 -14 og að henni lokinni verða léttar veitingar í boði ProQuest. 

Skráning á kynninguna sendist til birgirb@landsbokasafn.is fyrir kl. 10 þriðjudaginn 13. september.

---

Nýtt leitarviðmót í Encyclopedia Britannica Academic.

Nýtt leitarviðmót hjá Encyclopedia Britannica Academic orðið virkt. 

Frekari upplýsingar hér og tilboð um netkennslu í viðmótinu hér

---

Stjórnarnefnd Landsaðgangs - maí 2016

Stjórnarnefndarfundur Landsaðgangs, sá 78 í röðinni var haldinn 19. maí og var síðasti fundur sem Guðrún Tryggvadóttir situr, en hún hefur verið í stjórnarnefnd frá árinu 2007. Þar áður tók Guðrún þátt í störfum innkaupanefndar 2004-2007, sem var forveri stjórnarnefndar. Í lok fundarins þakkaði landsbókavörður Guðrúnu kærlega fyrir framlag hennar í þágu Landsaðgangs og var smellt af mynd af tilefninu. Á myndinni eru talið frá hægri; Anna Sveinsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir, Pálína Magnúsdóttir, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir og Birgir Björnsson.

---

10. ársfundur Landsaðgangs, 18. mars 2016

Ársfundur Landsaðgangs að rafrænum áskriftum, verður haldinn í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Arngrímsgötu, föstudaginn 18. mars kl. 15.00

Dagskrá

1. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor spjallar um opinn aðgang
    frá sjónarmiði háskólakennara
2. Fundargerð 9. ársfundar
3. Starf stjórnarnefndar
4. Ársskýrsla 2015
5. Ársreikningur 2015
6. Greiðsluskipting 2016
7. Önnur mál

Ársskýrsla 2015
Fundargerð 9. ársfundar 19. mars 2015
Ársskýrsla Landsaðgangs – glærur
Notkun Landsaðgangs 2015

Hægt er að nálgast upptöku af fundinum hér.

Fundurinn er öllum opinn en beðið er um tilkynning um þátttöku verði send til Erlu Bjarnadóttur erlabj@landsbokasafn.is í síðasta lagi á hádegi miðvikudaginn 16. mars.

---

Tilraunaaðgangur að Scopus 

Tímabundinn aðgangur verður að Scopus í landsaðgangi fram til 3. janúar 2016.

Hægt er að komast í leitarvél gagnasafnsins á slóðinni http://www.scopus.com

Upplýsingar um Scopus eru á slóðinni 

https://www.elsevier.com/solutions/scopus

Tilraunaaðgangurinn er á vegum Háskóla Ísland.

---

Áskrift að gagnasafninu Oxford Music Online ekki endurnýjuð eftir 2015

Samþykkt var á fundi stjórnarnefndar Landsaðgangs að endurnýja ekki áskrift að gagnasafninu Oxford Music Online fyrir 2016 og er ástæðan minnkandi notkun undanfarin ár. Aðgangur að OMO er út árið 2015. 

---

Stjórnarnefnd samþykkir að taka þátt í SCOAP3 verkefninu

Samþykkt var að taka þátt í SCOAP3 sem er verkefni um opinn aðgang að ritum á sviði kjarneðlis-öreindafræði og er á vegum CERN stofnunarinnar í Sviss. Verkefnið er til þriggja ára (2014-2016) og tekur Landsaðgangur þátt í því árin 2015 og 2016. Með þátttöku í SCOAP3 fella útgefendurnir Elsevier og Springer niður eða endurgreiða áskriftrarkostnaða Landsaðgangs vegna tímaritanna, Journal of High Energy Physics, European Physical Journal C frá Springer og ritanna Nuclear Physics B og Physics Letters B frá Elsevier, sem eru hluti af SCOAP3. Endurgreiðslu og afsláttarupphæðir renna til SCOAP3 verkefnisins. Ekki er um sparnað að ræða heldur er litið á þátttöku í SCOAP3 til stuðnings þróunar á opnum aðgangi að niðurstöðum vísindarannsókna.

---

Kynning frá ProQuest 18. nóvember í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni

Martin Blomkvist og Arnaud Delivet verða með kynningu miðvikudaginn 18. nóvember kl. 13.30 – 15.00 þar sem kynnt verða Ebook Central, farið yfir helstu nýjungar í viðmóti ProQuest, RefWorks, Pivot og sagt frá nýjustu fréttum af ProQuest.

Þeir sem hafa áhuga á að vera á kynningunni sendi tilkynningu með tölvupósti á birgirb@landsbokasafn.is í síðasta lagi þriðjudaginn 17. nóvember.

Léttar veitingar í boði ProQuest.

---

Kynningar frá Springer 29. september í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni - skráning

Timon Oefelen, þjónustu- og þróunarstjóri hjá Springer verður með kynningu 29. september kl. 15 -16.30 í fyrirlestarsal Landsbókasafns Íslands. Fyrri hluti kynningarinnar heitir; „Springer Technology Update – Discovery and Altmetrics“

Lýsing á kynningunni
With over 1 million scholarly articles published each year, the growth of electronic STM content is truly staggering. But what are publishers doing to maximize the discoverability of their electronic content? This presentation gives an overview of how Springer defines and see discoverability and what specific measures it undertakes to optimize content discoverability. Topics covered include: the process of discovery, global usage & referral trends, search engine optimization and ranking metrics, the role of product data, OPACS and library discovery services, repositories, and social media. The presentation includes an overview of our new altmetric dashboard, which both sheds new light on the wider impact Springer books and journals as well as provides valuable discovery clues.

og seinni hluti er; „Usage Statistics for University of Iceland and Landspitali Hospital“.

Usage report based on IP range. Includes usage for both ebooks and journals, sorted by subject area and content age. Also includes insightful data about where usage originates, how long users remain on the Springer platform per session, as well as number of denials or turnaways, sorted by both subject area and age.

Boðið verður upp á veitingar í hlé.

Nauðsynlegt er að forskrá sig fyrir viðburðinn með tölvupósti á netfangið birgirb@landsbokasafn.is í síðasta lagi föstudaginn 25. september á hádegi.

---

Elsevier og Landsaðgangur að rafrænum áskriftum bjóða á málþingið eBooks: Putting Librarians and Researchers "In the Know"

eBooks in the Academic Library (reynsla viðskiptavinar í Danmörku)

How to enhance your eBook library (Sölustjóri Elsevier Solutions)

Elsevier Books Publishing Strategy (Útgáfustjóri Elsevier Publishing Director)

Gestafyrirlesari Landsaðgangs að rafrænum áskriftum

Skráning á málþingið

---

Kynning á Web of Science, Journal Citation Index, Endnote og ResearcherID frá Thomson Reuters - 23. júní

Marcin Kappczynski hjá Thomson Reuters verður með kynningu á Web of Science, nýrri útgáfu af Journal Citation Reports, Endnote og ResearcherID í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands – Hásólabókasafns 2. hæð. Kynningin verður þriðjudaginn 23. júní, hefst kl. 14 og stendur til kl. 15.30 og verður á ensku. Léttar veitingar verða í boði Thomson Reuters.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta á kynninguna eru beðnir um að senda tölvupóst í síðasta lagi á hádegi mánudaginn 22. júní til umsjónarmanns Landsaðgangs á netfangið birgirb@landsbokasafn.is

Meðal þess sem Marcin fjallar um er: 

Web of Science - global position in discovery and research evaluation
Master Journal List - indexing criteria
Web of Science platform - All databases access
Web of Science Core Collection database content,discovery tools,researching
bibliography, refining and analyzing results.
Thomson Reuters and Google - cooperation
Citation Reporting, h-index - other indicators for research output evaluation
Citation Connection - other Web of Science databases
New Journal Citation Reports – Journals evaluation database
Essentential Science Indicators – The most impactful research output
Endnote - reference management tool
ResearcherID – managing and sharing your professional information place

 ---

<