Fréttir

Kynning á Web of Science, Journal Citation Index, Endnote og ResearcherID frá Thomson Reuters - 23. júní

Marcin Kappczynski hjá Thomson Reuters verður með kynningu á Web of Science, nýrri útgáfu af Journal Citation Reports, Endnote og ResearcherID í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands – Hásólabókasafns 2. hæð. Kynningin verður þriðjudaginn 23. júní, hefst kl. 14 og stendur til kl. 15.30 og verður á ensku. Léttar veitingar verða í boði Thomson Reuters.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta á kynninguna eru beðnir um að senda tölvupóst í síðasta lagi á hádegi mánudaginn 22. júní til umsjónarmanns Landsaðgangs á netfangið birgirb@landsbokasafn.is

Meðal þess sem Marcin fjallar um er: 

Web of Science - global position in discovery and research evaluation
Master Journal List - indexing criteria
Web of Science platform - All databases access
Web of Science Core Collection database content,discovery tools,researching
bibliography, refining and analyzing results.
Thomson Reuters and Google - cooperation
Citation Reporting, h-index - other indicators for research output evaluation
Citation Connection - other Web of Science databases
New Journal Citation Reports – Journals evaluation database
Essentential Science Indicators – The most impactful research output
Endnote - reference management tool
ResearcherID – managing and sharing your professional information place

 ---

9. ársfundur Landsaðgangs, 19. mars 2015

Ársfundur Landsaðgangs að rafrænum áskriftum verður haldinn í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Arngrímsgötu, fimmtudaginn 19. mars kl. 15.00

Dagskrá

1. Fundargerð 8. ársfundar

2. Starf stjórnarnefndar

3. Ársskýrsla 2014

4. Vinna rýnihóps um gagna- og tímaritasöfn

5. Ársreikningur

6. Greiðsluskipting 2015

7. Önnur mál

Gögn fundarins verða vistuð á þessa síðu eftir því sem þau verða til.

Ársskýrsla 2014

Fundargerð 8. ársfundar 20. mars 2014

Ársskýrsla Landsaðgangs - glærur

Notkun á gagna-, sam-, tímarita- og rafbókasafna 2014

Fundurinn er öllum opinn en beðið er um tilkynning um þátttöku verði send til Erlu Bjarnadóttur <erlabj@landsbokasafn.is> í síðasta lagi á hádegi miðvikudaginn 18. mars.

Af tæknilegum ástæðum var ekki hægt að taka fundinn upp.

---

Tilraunaaðgangur að um 330 tímaritum og um 550 rafbókum frá Cambridge University Press

Tilraunaaðgangur verður til loka mars 2015 í landsaðgangi að heildartexta um 330 rafrænna tímarita allt aftur frá árinu 2010 og til dagsins í dag.

Efni tímaritanna er á fjölmörgum fræðasviðum s.s. landbúnaður, dýrafræði, fornleifafræði, mannfræði, líffræði, líftækni, stjórnun, tölvunarfræði, umhverfisfræði, hagfræði, verkfræði, sögu, lög, bókmenntir, stærðfræði, læknis- og heilbrigðisfræði, tónlist, næringarfræði, heimspeki, eðlisfræði, stjórnmálafræði, sálfræði, trúarbragðafræði og félagsfræði.

Þá verður einnig tilraunaaðgangur að um 550 rafrænum bókum í flokknum Cambridge Companions á sviði tónlistar, bókmennta og klassískra fræða og heimspeki, trúarbrögð og menningu.

Þeir sem vilja kynna sér Cambridge University Press er bent á slóðina http://www.cambridge.org/about-us/who-we-are/glance/

---

Tilraunaaðgangur að öllum tímaritum og völdum ritröðum Emerald.

Tilraunaaðgangur verður til loka árs 2014 að 372 rafrænum tímaritstitlum og 138 ritröðum á rafbókarformi Emerald útgáfunnar í landsaðgangi.

Sérsvið Emerald er á sviði stjórnunar (management) á fjölda fræðasviða og hafa 58 tímarit áhrifastuðul (impact factor). 

Aðgangur er frá vef Landsaðgangs og unnið er að því að virkja aðgang í gegnum leitir.is og SFX krækjukerfið.

Slóð á leitarvél Emerald Insight er http://www.emeraldinsight.com/ 

Aðgangur er að öllum tímaritum útgáfunnar með 12 mánaða birtingartöf hjá ProQuest. 

---

Kynning og kennsla á ProQuest Central verður haldin fimmtudaginn 9. október kl. 12.30 - 14.30 í tölvuveri á 3. hæð í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. 

John Tsihlis og Martin Blomkvist frá ProQuest verða með kynningu og kennslu í nýjungum í leitarviðmóti ProQuest Central og segja frá öðrum nýjungum frá fyrirtækinu.

Léttar veitingar verða í boði ProQuest kl. 12.30 -13.00.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í viðburðinum eru beðnir um að senda umsjónarmanni Landsaðgangs tölvupóst fyrir kl. 16 miðvikudaginn 8. október á póstfangið birgirb@landsbokasafn.is  

Athugið að aðeins eru tölvur fyrir 10 þátttakendur og því gildir það að fyrstur kemur fyrstur fær.

----

Tilraunaaðgangur að stækkuðu Web of Science

Fram til 1. desember 2014 verður tilraunaaðgangur að fjölmörgum gagnasöfnum í Web of Science í landsaðgangi. Með því að velja "All Databaes" í stað "Core Collection" er hægt að nýta sér tilraunaaðganginn. Aðgangur er einnig á slóðinni http://webofknowledge.com

Tilraunaaðgangurinn nær til gagnasafnanna:

BIOSIS Citation Index: frá 1926 –

Current Contents Connect®: frá 1998 -

            Life Sciences

           Clinical Medicine

           Agriculture, Biology & Environmental Sciences

           Physical, Chemical & Earth Sciences

           Engineering, Computing & Technology

           Social & Behavioral Sciences

            Arts & Humanities

           Business Collection

           Electronics and Telecommunications Collection

 Data Citation Index(SM): frá 1900 -

 Derwent Innovations Index(SM): frá 1963 -

 Medline®: frá 1950 -

 Web of Science(TM) Core Collection:

            Book Citation Index 

                        Science: frá 2005 -

                        Social Science & Humanities: frá 2005 -

            Conference Proceedings Citation Index

                        Science: frá 1990 -

                        Social Science & Humanities: frá 1990 -

            Current Chemical Reactions (CCR) frá 1986 -

            Index Chemicus (IC) frá 1993 -

 Zoological Records®: frá 1864 -

-----

Landsaðgangur að Oxford Art Online hættur

Samþykkt var af stjórnarnefnd að endurnýja ekki landsaðgang að Oxford Art Online gagnasafninu.

Tengill Landsaðgangs í Oxford Art Online hefur verið afvirkjaður.

Notendum Landsaðgangs er bent á að í alfræðisafninu Britannica Academic http://www.britannica.com/ er aðgangur að miklu magni upplýsinga, gagna og myndefnis á sviði lista- og hönnunargreina.

Aðgangur að Oxfor Music Online er óbreyttur. 

-----

8. ársfundur Landsaðgangs, 20. mars 2014

Ársfundur Landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum verður haldinn í fyrirlestrarsal Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, fimmtudaginn 20. mars kl. 15.00.

Dagskrá

1. Fundargerð 7. ársfundar

2. Starf stjórnarnefndar og afmælisár

3. Ársskýrsla 2013

4. Skýrsla rýnihóps um rafbækur

5. Ársreikningur 2013

6. Greiðsluskipting 2014

7. Önnur mál

 Gögn fundarins eru vistuð á þessa síðu eftir því sem þau eru tilbúin.

Ársskýrsla 2013

Fundargerð ársfundar 22. mars 2013

Starf stjórnarnefndar og afmælisár - glærur

Ársskýrsla Landsaðgangs - glærur

Skýrsla rýnihóps um rafbækur

Notkun á gagna-, tímarita- og rafbókasafna 2013

Fundurinn er öllum opinn en beðið er um að tilkynning um þátttöku verði send til Erlu Bjarnadóttur í síðasta lagi þriðjudaginn 18. mars.

Fundurinn verður tekinn upp og gengill á upptökuna verður gerður aðgengilegur hér.

Til að geta opnað upptökuna þarf viðbótin Microsoft Silverlight að vera uppsett í því tæki sem notað er. Hægt er að sækja viðbótina hér.

 

-----

Nýtt leitarviðmót að Web of Science

Nýtt leitarviðmót og leitarvél hefur verið tekin í notkun fyrir Web of Science.

Stutt yfirlit yfir breytingar
http://wokinfo.com/media/pdf/qrc/wos-corecoll_qrc_en.pdf

Leitarleiðbeiningar
http://images.webofknowledge.com/WOKRS513R8.1/help/WOK/hp_search.html

Sýnikennsla á netinu
http://wokinfo.com/training_support/training/web-of-science/

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kynning og kennsla á EBSCOhost viðmótið og eBook Academic Complete rafbókasafnið

Ingolf Kaspar hjá EBSCOhost verður með kynningar og kennslu fimmtudaginn 24. október í fyrirlestrarsal 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu.

Dagskrá.

  1. Kynning og kennsla á EBSCOhost og eBook Academic Collection kl. 13.00 -14.15 

          Kaffiveitingar í boði EBSCOhost kl. 14.15 – 14.30 

    2. Sýnikennsla í EBSCOhost og eBook Academic Collection í tölvuveri 3. hæð – farið ítarlegra í viðmótið   kl. 14.30 - 16.00.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta í á viðburðina eru beðnir um að tilkynna það með tölvupósti merktum „EBSCOhost og eBook Academic Collection“ á póstfangið birgirb@landsbokasafn.is í síðasta lagi mánudaginn 21. október.

Tilraunaaðgangur er að eBook Academic Collection á slóðinni:

http://search.ebscohost.com/login.aspx?authtype=uid&group=trial&profile=ehost&defaultdb=e000tww

Nota á eftirfarandi aðgangs- og lykilorð:  

aðgangsorð:   ice-ebook
lykilorð:   ice2013

Til að fá rafbækur lánaðar í þarf að stofna reikning hjá EBSCOhost í tilraunaaðganginum “sign in” og svo “create new account”.


--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kynning og kennsla á ProQuest og Ebrary Academic Complete, 7. október 2013

Bjorn Olofsson hjá ProQuest verður með kynningar og kennslu mánudaginn 7. október í fyrirlestrarsal 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu.

Dagskrá.

  1. Kynning og kennsla á ProQuest kl. 09.00-10.00. 

    Kaffiveitingar í boði ProQuest kl. 10.00 - 10.15.

  2. Kynning og kennsla á Ebrary Academic Complete kl. 10.15-11.00.

  3. Sýnikennsla í ProQuest kl. 11.10-12.00 í tölvuveri 3. hæð - farið verður ítarlega í leitarviðmót. 

Þeir sem hafa hug á að mæta á atburðinn eru beðnir um að tilkynna það með tölvupósti merktum "ProQuest og Ebrary kynning 7. október" á póstfangið, birgirb@landsbokasafn.is.   

Tilraunaaðgangur er að Ebrary Academic Complete rafbókasafninu fram til 11. október á slóðinni: http://site.ebrary.com/lib/iceland

Til að hlaða bókunum í tölvur eða snjallsíma þarf að útbúa reikning „Create an Account“ undir „Sign in“ sem er í efra hægra horni síðunnar.

Bjorn verður einnig með kynningar og kennslu í Háskólanum á Akureyri þriðjudaginn 8. október.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

7. ársfundur Landsaðgangs, 22. mars 2013

Ársfundur Landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum verður haldinn í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, föstudaginn 22. mars kl. 15.00.

Dagskrá

1. Fundargerð 6. ársfundar

2. Starf stjórnarnefndar

3. Ársskýrsla 2012

4. Ársreikningur 2012

5. Greiðsluskipting 2013

6. Önnur mál

 

Gögn fundarins verða vistuð á þessa síðu eftir því sem þau eru tilbúin.

 

Fundurinn er öllum opinn en beðið er um að tilkynning um þátttöku verði send til Erlu Bjarnadóttur á netfangið  erlabj@landsbokasafn.is í síðasta lagi miðvikudaginn 20. mars.

 

Fundurinn verður tekinn upp og tengill á upptökuna verður gerður aðgengilegur hér.

Til að geta opnað upptökuna þarf viðbóin Microsoft Silverlight að vera uppsett í því tæki sem notað er. Hægt er að sækja viðbótina hér.

Fundargerð 7. ársfundar - haldinn 22. mars 2013.

 

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Rafbækur frá Springer í Landsaðgangi-hvar.is

Í upphafi árs 2013 bætist við landsaðgangur að rafbókum frá útgefandanum Springer en áætlað er að fjöldi titla sem gefnir verða út verði um 3.000 talsins. Þegar hafa um 900 titlar komið út en daglega bætast við nýjar rafbækur en um er að ræða bækur sem gefnar verða út á árinu 2013.

Hægt er að hala niður hvern bókakafla fyrir sig eða alla bókina kafla fyrir kafla.  

Rafbækurnar eru á PDF-skráarformi en engin tímamörk eru á því hve lengi notendur hafa aðgang að þeim. Hægt er að lesa rafbækurnar á lesbrettum í snjallsímum og spjaldtölvum sem styðja PDF-skráarformatið.

Rafbækurnar eru á eftirfarandi fræðasviðum, Humanities, Social Science & Law; Business and Economics; Computer Science; Biomedical and Life Science; Earth and Environmental Science.

Hægt er að komast í rafbækurnar frá leitarvef SpringerLink sem er að finna á vef Landsaðgangs-hvar.is.

Rafbækurnar verða fljótlega gerðar aðgengilegar eftir flleiri leiðum í samráði við Landskerfi bókasafna.

Þá er hægt að sækja uppfærðar Excel-skrár yfir þegar útkomnar rafbækur á vefnum Springer MARC Records & eBook Title Lists en skrárnar eru uppfærðar mánaðarlega.


Upplettirit í SpringerReference á rafrænu formi

Að auki er í boði Springer aðgangur árið 2013 að tæplega 200 uppflettiritum á rafrænu formi í SpringerReference á fræðasviðunum, Behavioral Science; Biomedical and Life Sciences; Business and Economics; Chemistry and Material Science; Computer Science; Earth and Environmental Science; Engineering; Humanities, Social Sciences and Law; Mathematics and Statistics; Medicine; Physics and Astronomy

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Truflanir á virkni leitir.is vegna uppfærslu daganna 26.-28. nóvember

Mánudaginn 26. nóvember verður hafist handa við uppfærslu á vefnum leitir.is og því má búast truflunum á honum, sérstaklega á virkni flipans „Bækur, tímarit og fleira“. Vinna við uppfærsluna á ekki að hafa eins mikil áhrif á leit að fræðigreinum í landsaðgangi undir flipanum "Fræðigreinar", en miðvikudaginn 28. nóvember verður leitir.is lokað fram eftir degi.

Leitarvefirnir gegnir.is og hvar.is verða opnir og aðgengilegir á meðan uppfærslunni stendur.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Nýtt viðmót hjá Springer tekið í notkun 12. nóvember

Springer hefur tilkynnt að nýtt viðmót (platform) fyrir SpringerLink verði virkjað fyrir Landsaðgang - hvar.is þann 12. nóvember.

Nýja viðmótið, sem sniðið er að öllum gerðum tölva s.s. snjalllsíma, spjaldtölva og lesbretta er þegar aðgengilegt á slóðinni: http://link.springer.com/

Athygli er vakin á að að eigið svæði notenda „MySpringerLink“ flyst EKKI í nýja viðmótið. Þeir sem hafa reikning undir MySpringerLink þurfa því að stofna reikning á nýja viðmótinu, en það er gert með því að fara í „Sign up / Log in“.

Frekari upplýsingar um nýja viðmótið er á slóðinni: http://www.springer.com/librarians/training?SGWID=0-1719713-12-974634-0

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ný tímarit í ScienceDirect

Bæst hafa við 19 nýir titlar í ScienceDirect í Landsaðgangi, þeir eru.

ISSN

Title

22126716

AASRI Procedia

11105704

African Journal of Urology

22126708

APCBEE Procedia

22120661

Applied & Translational Genomics

22120416

Ecosystem Services

22119124

Global Food Security

22126678

IERI Procedia

22126090

International Journal of Sustainable Built Environment

22121447

Journal of Contextual Behavioral Science

22517294

Journal of Medical Hypotheses and Ideas

20952546

Journal of Sport and Health Science

22111220

Methods in Oceanography

22128778

Molecular Metabolism

22126864

Physics of the Dark Universe

22128271

Procedia CIRP

22125671

Procedia Economics and Finance

22118128

Procedia Materials Science

18762204

Revue Francophone d'Orthoptie

22121099

Value in Health Regional Issues

Þá breytir tímaritið Clinical Ovarian Cancer um heiti og verður, Clinical Ovarian and Other Gynecolgoc Cancer.

__________________________________________________________________

 

Leitarviðmót ScienceDirect ekki aðgengilegt á tímabilinu 25.-26. ágúst 2012

Laugardaginn 25. ágúst kl. 11.30 hefst uppfærsla á leitarviðmóti ScienceDirect (Elsevier) og verður það af þeim sökum ekki aðgengilegt fram til kl. 06.30, sunnudaginn 26. ágúst.

Ýmsar breytingar verða gerðar á leitarviðmótinu en nánari upplýsingar er að finna á slóðinn
http://www.info.sciverse.com/news-events/releases/sciencedirect/2012/07/19/sciencedirect-release

____________________________________________________________________________________________

Tilraunaaðgangur að ProQuest Engineering Collection

Tilraunaaðgangur verður að gagnasafninu ProQuest Engineering Collection út maí-mánuð. Efni í safninu er af öllum sviðum verkfræði.  

Í gagnasafninu er m.a. að finna útdrætti greina frá um 1.800 ritum, ráðstefnugögn og skýrslur auk greina í fullum texta frá um 1.100 tímaritum.

Neðarlega á vinstri hönd í leitarviðmóti ProQuest á vef Landsaðgangs (hvar.is) er tengill í gagnasafnið.

Einnig er hægt að komast í leitarviðmót gagnasafnsins hér.

Frekari upplýsingar um ProQuest Engineering Collection er að finna á eftirfarandi slóðum:
http://www.proquest.co.uk/en-UK/catalogs/databases/detail/engineering.shtml

http://www.proquest.co.uk/en-UK/catalogs/databases/detail/engineering.shtml

____________________________________________________________________________________________

Leitargluggar Landsaðgangs í samþættri leitarvél á leitir.is og á hvar.is óvirkir miðvikudag 25. apríl

Leitargluggar Landsaðgangs í samþættri leitarvél á leitir.is og á hvar.is verða óvirkir miðvikudaginn 25. apríl kl. 10.30 og fram eftir degi. Þetta er vegna kerfisvinnu við þjónustupakka. Á meðan lokuninni stendur er notendum bent á að leita með leitarvélum gagna- og tímaritasafna frá vef Landsaðgangs - hvar.is.

____________________________________________________________________________________________

Kennsla og kynning í Web of Science, miðvikudag 11. apríl, kl. 10.30-11.30

Upptaka af kynningunni er
hér. Emma kynnti helstu nýjungar og þjónustur sem Thomson Reuters býður upp á. Lengd upptökunnar er 48:26 mín. Hljóðstyrkur í upptökunni er lágur. Íforritið Microsoft Silverlight þarf að vera uppsett í því tæki sem upptakan er sótt úr. Hægt er að sækja forritið hér

Emma Swann hjá Thomson Reuters verður með kennslu og kynningu í notkun Web of Science, miðvikudaginn 11. apríl kl. 10.30-11.30 í fyrirlestrarsal 2. hæð, Þjóðarbókhlöðu.

Emma kennir leitartækni í Web of Science og fer einnig yfir helstu breytingar í nýrri útgáfu viðmótsins. Kynningin hentar öllu starfsfólki bókasafna, nemendum og kennurum á háskólastigi. Í lok kynningar verður kaffi og köku í boði Thomson Reuters.

Þeir sem hafa áhuga á að vera á kynningunni eru beðnir um að senda tölvupóst á hvar@hvar.is fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 10. apríl.

Póstinn þarf að einkenna með, Thomson Reuters kynning 11. apríl.

Web of Science - vísar í efni um 12 þús. ritrýndra fræðirita á helstu fræðasviðum. Heildartexti er oft aðgengilegur með krækjukerfi SFX. Nánari upplýsingar um Web of Science eru að finna á slóðinni, http://thomsonreuters.com/products_services/science/science_products/a-z/web_of_science/

__________________________________________________________________________________

Kynning og kennsla frá EBSCOhost mánudaginn 2. apríl

Upptaka af fundinum er aðgengileg hér. Lengd upptökunnar er 53:25 mín., ath. að styrkur hljóðupptökunnar er lágur. Íforritið Microsoft Silverlight þarf að vera uppsett í því tæki sem upptakan er sótt úr. Hægt er að sækja forritið hér.

Ingolf Kaspar hjá EBSCOhost heldur kynningu mánudaginn 2. apríl, kl. 10:15-11.15 í fyrirlestrarsal 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Ingolf kynnir rafbækur hjá EBSCOhost og áskriftarmöguleika sem boðið er upp á. Sjá kynningartexta frá Ingolf hér að neðan.

EBSCO Publishing offers a fast growing ebook platform with currently more than 325,000 titles from 750+ mostly academic publishers, see http://www.ebscohost.com/ebooks. Besides a subscription package that gives access to 70,000 academic titles, titles are available for purchase via subject collections and a title-by title online selection tool, EBSCO Collection Manager (http://ecm.ebscohost.com).

Logins to the ECM Collection Manager can now be requested via http://www.ebscohost.com/ebooks/ecm-login-request

EBSCO eBook Collection supports PDA, the option that libraries will only own and be charged for titles which their library patrons actually request and use, see http://www.ebscohost.com/ebooks/patron-driven-acquisition.

Kynningin fram á ensku og upptaka af henni verður aðgengileg á vef Landsaðgangs - hvar.is, fljótlega að henni lokinni.

Þá verður einnig í boði kennsla í tölvuveri Þjóðarbókhlöðu mánudaginn 2. apríl, kl. 11:30-12:30/13:00 eftir því sem þurfa þykir. Ingolf ætlar að sýna nýjungar í viðmóti EBSCOhost og ýmsa möguleika þess fyrir þá sem lengra eru komnir.

Þeir sem hafa áhuga á a sækja viðburðina eru beðnir um að tilkynna þátttöku á póstfangið hvar@hvar.is fyrir kl. 12:00 föstudaginn 30. mars. Vinsamlegast auðkennið á hvorn viðburðinn (eða báða) óskað er eftir að sækja. Í tölvuveri er aðeins sæti fyrir 10 þátttakendur og hér gildir reglan, fyrstur kemur fyrstur fær.

Póstinn þarf að einkenna með: EBSCOhost kynning 2. apríl.

________________________________________________________________________________

Ársfundur Landsaðgangs, 23. mars 2012

Ársfundur Landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum verður haldinn í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, föstudaginn 23. mars kl. 15.00.

Dagskrá

1. Nýjar þjónustur í leitir.is
2. Fundargerð 5. ársfundar
3. Starf stjórnarnefndar
4. Ársskýrsla 2011
5. Ársreikningur 2011
6. Greiðsluskipting 2012
7. Önnur mál

Nánari upplýsingar og gögn verða að finna á þessum vef, sjá ársskýrslu fyrir árið 2011 og fundargerð ársfundar 18. mars 2011

Skýrsla stjórnarnefndar – glærur
Ársskýrsla landsaðgangs - glærur

Upplýsingar um notkun er að finna hér en einnig á síðunni Um landsaðgang, sjá Notkunartölur.

Fundurinn er öllum opinn en vinsamlega tilkynnið þátttöku til Erlu Bjarnadóttur á netfangið erlabj@landsbokasafn.is í síðasta lagi, miðvikudaginn 21. mars.

Upptaka af fundinum er að finna hér.
Ath. til að geta opnað upptökuna þarf viðbótin Microsoft Silverlight að vera uppsett í því tæki sem notað er. Hægt er að sækja viðbótina hér.

Tímasetningar einstakra dagskrárliða.

Setninga 6. ársfundar, 00:00:17
Nýjar þjónustur í leitir.is 00:01:45
Fundargerð síðasta ársfundar, 00:14:10
Starf stjórnarnefndar,
00:17:05
Ársskýrsla 2011, 00:34:30
Ársreikningur og fjárhagsáætlun 2012, 00:48:05
Önnur mál, 01:00:50

________________________________________________________________________________

Veffundur í noktun leitarviðmóts ProQuest Central 8. mars 2012

Upptaka af veffundi með Bjorn Olofsson er aðgengileg hér.

Á veffundinum sýndi Bjorn leitir í ProQuest Central gagnasafninu, frá einföldum leitum í notkun þjónustna fyrir lengra komna.

Ath. nokkrar hljóðtruflanir eru í upptökunni framan af en lengd hennar er um 55 mín.

Til þess að sjá og heyra fundinn þarf Java eða WebEx Player viðbót að vera uppsett í því tæki sem notað er.

Hægt er að sækja Java viðbót hér.
Hægt er að sækja WebEx Player (velja ARF Player) viðbóti hér.

________________________________________________________________________________

Kynning frá Oxford University Press 29. febrúar

Upptaka frá kynningunni er aðgengileg hér.

Mark Turner
hjá Oxford University Press heldur kynningu miðvikudaginn 29. febrúar, kl. 09.30-11.00 í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu, 2. hæð. Mark kynnir útgáfu og starfsemi OUP, segir frá helstu gagnasöfum og því sem er á döfinni hjá fyrirtækinu. Aðalefni kynningarinnar verður sýnikennsla í leit í upplýsingagáttunum Oxford Art Online og Oxford Music Online sem eru í Landsaðgangi. Hlé verður á kynningunni um kl. 10 og boðið upp á hressingu í boði OUP.

Fyrir þá sem vilja kynna sér til hlítar leitarviðmót OAO og OMO gefst kostur á að sækja kennslustund með Mark í tölvuveri í Þjóðarbókhlöðu, 3. hæð. Kennslan hefst kl. 11.15 og stendur í um 60-90 mínútur. Þeim sem hafa áhuga á að nýta sér kennsluna eru hvattir til að skrá sig sem fyrst þar sem aðeins er aðstaða fyrir tíu þátttakendur í einu í tölvuverinu.

Tilkynningu um þátttöku sendist með tölvupósti til umsjónarmanns Landsaðgangs á póstfangið birgirb@landsbokasafn.is fyrir kl. 15.00 þriðjudaginn 28. febrúar. Vinsamlegast að einkenna sendinguna með; Oxford University Press kynning 29. febrúar og tiltaka á hvorn viðburðinn (eða báða) ætlunin er að sækja.

Kynningin í fyrirlestrarsal verður tekin upp og gerð aðgengileg á vef Landsaðgangs – hvar.is.

Í ferðinni heimsækir Mark einnig starfsfólk Listaháskóla Íslands.

Oxford Art Online er upplýsingagátt fyrir efni á öllum sviðum lista- og hönnunar. Í OAO er Grove Art Online, The Oxford Companion to Western Art, Ancyclopedia of Aesthetics og The Concise Oxford Dictionary of Art terms. Upplýsingagáttin hentar öllum listunnendum og nemendum á öllum skólastigum. Efnið er ritað af sérfræðingum, fjöldi mynda af listaverkum er í safninu.

Oxford Music Online er upplýsingagátt fyrir efni um allar tónlistarstefnur. í OAO er The Oxford Dictionary of Music, Grove Music Online og The Oxford Companion to Music. . Upplýsingagáttin hentar öllum tónlistarunnendum og nemendum á öllum skólastigum. Efnið er ritað af sérfræðingum, fjöldi mynda af listaverkum er í safninu.

Bjorn Olofsson hjá ProQuest heldur kynningu þriðjudaginn 20. september kl. 09.00-10.30 í fyrirlestrarsal 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Á kynningunni mun Bjorn segja stuttlega frá því sem er efst á baugi ...(meira)
Notendur gagnsafnsins ProQuest Central og tilvísanasafnsins Web of Science hafa lent í vandræðum með leitarviðmóti þeirra. Leitarniðurstaða birtist ekki í Web of Science og felligluggi opnast ekki í ProQuest þegar ...(meira)
Kynning frá EBSCOhost | 15.04.2011
Ingolf Kaspar hjá EBSCOhost heldur kynningu miðvikudaginn 27. apríl kl. 13-14 í fyrirlestrarsal 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Kynntar verða  eBooks (rafbækur) og EBSCOhost Mobile.  Kynningin fram á ensku og verður upptaka ...(meira)
Það er tímabundinn kynningaraðgangur (til loka júní) að 274 rafbókum (eBooks) hjá EBSCOhost. Bækurnar eru aðgengilegar á vef EBSCOhost (hvar.is, velja EBSCOhost). Í viðmóti EBSCOhost er smelt á hlekkinn „ New Features “ ...(meira)
Thomson Reuters hefur tilkynnt uppfærslu á viðmóti (í beta-útgáfu) Web of Knowledge fyrir tilvísanagagnasafnið Web of Science. Nánari upplýsingar um nýjungar eru að finna á kynningarvefnum Discovery Starts Here . ...(meira)
Ársfundur Landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum verður haldinn í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, föstudaginn 18. mars kl. 15.00. Dagskrá 1. Fundargerð ...(meira)
Monique van de Kamp og Richard Bennet hjá Springer útgáfufyrirtækinu heimsækja Ísland 28. október. Líkt og áður í heimsóknum frá Springer verður boðið upp á kynningu og sýnikennslu fyrir starfsfólk bókasafna og ...(meira)
M ax Dumoulin hjá Elsevier heimsækir Ísland í viku 37 og heldur kynningu þriðjudaginn 14. september í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu kl. 11.-12/12.30. Kynningin fer fram á ensku.  Max mun segja stuttlega frá nýjungum ...(meira)
Í sumar og haust hafa leitarviðmót nokkurra tímaritasafna verið uppfærð. Þetta eru Sage, ScienceDirect, Springer og Blackwell (Wiley). Tilgangur uppfærslna er að bæta og auðvelda notendum leitir. Uppfærslurnar snerta ...(meira)
Við þökkum öllum þeim 1068 notendum Landsaðgangs sem tóku þátt í könnun sem fram fór á vef hans. Svörin munu nýtast við gerð nýs vefs sem unnið er að. Verið er að gera könnun á notkun vefs Landsaðgangs - hvar.is. ...(meira)